myndband

Frumkvöðlalífið og meira um Bitcoin

Patrekur Maron Magnússon er með BS. gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands og er einn af stofnendum vefstofunnar Mojo. Í gegnum árin hefur hann fetað frumkvöðlaveginn og m.a. tekið þátt í tveimur nýsköpunarhröðlum, stofnað þrjú fyrirtæki ásamt því að taka inn styrki og fjármögnun.

Í þessu samtali ræddum við um hvernig það er að vera frumkvöðull, þátttöku í nýsköpunarhröðlum, hvernig landslagið hefur breyst með að kaupa rafmyntir, myntkaup.is sem er nýr skiptimarkaður með rafmyntir á Íslandi ásamt áhrifum Bitcoin útgáfuhelmingunarinnar (e. halving) í maí á næsta ári.