myndband

Breytingar í tónlistarheiminum, greiðslumiðlun framtíðarinnar og XRP (Ripple)

Pétur Jónsson er tónlistarmaður og hljóðhönnuður og hefur starfað í framleiðslu um árabil. Hann var valinn sem samstarfslistamaður ársins árið 2018 hjá Samsung og gerði hringitón í alla Samsung Galaxy síma það árið. Pétur hefur í gegnum árin verið með ýmsar dellur tengdri nýrri tækni og hvernig er hægt að beita henni í daglegu lífi.

Í þessu samtali ræddum við um hvernig það er að setja saman tónlist og þær breytingar sem hafa átt sér stað í því ferli með nýrri tækn, breyttu landslagi í útgáfu á stafrænu efni ásamt því hvernig greiðslumiðlun er að breytast með tilkomu rafmynta og bálkakeðjulausna eins og XRP.