grein

Aðalfundur Rafmyntaráðs 2022

21/09/22 20:00

CEO @MGMTVentures & GreenBlocks. Bitcoin mining in Iceland. Crypto/DeFi/Web3 investing. Angel investments in startups. Board@rafmyntarad.

Daníel Fannar Jónsson

CEO @MGMTVentures & GreenBlocks. Bitcoin mining in Iceland. Crypto/DeFi/Web3 investing. Angel investments in startups. Board@rafmyntarad.

Aðalfundur Rafmyntaráðs Íslands, kt. 440515-1340, verður haldinn þann 5. október kl 16:00 í Sal 3 í Háskólabíó. Fundurinn fer fram á íslensku.

Eftirtalin mál eru á dagskrá fundarins:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Tillaga um frávik frá dagskrá aðalfundar
  3. Kosning stjórnar
  4. Frestun aðalfundar

Tillaga í lið 2:
Lagt er til að aðalfundur kjósi eingöngu stjórn og verði öðrum liðum aðalfundar frestað. Ástæðan er sú að stjórnin er nú óstarfhæf vegna úrsagna stjórnarmeðlima úr stjórn. Nýrri stjórn verður falið á aðalfundinum að boða til framhaldsaðalfundar þar sem öðrum aðalfundarstörfum verður lokið.

Stjórn félagsins vekur sérstaka athygli á því að:

  1. Félagsmönnum einum er heimilt að taka þátt á aðalfundi félagsins: 
    Félagsmenn eru þeir sem uppfylla skilyrði 5. gr. samþykkta félagsins um félagsaðild sem gerir kröfu um að félagsmenn hafi lögheimili á Íslandi, hafi íslenska kennitölu, vilja til að vinna að markmiðum félagsins. Ef þú uppfyllir skilyrðin, hefur skráð þig í samtökin og greitt árgjaldið getur þú tekið þátt í aðalfundi Rafmyntaráðs.
  2. Aðeins kosningabærir aðilar hafa heimild til að kjósa stjórn:
    Kosningabærir aðilar eru þeir sem hafa verið skráðir félagsmenn lengur en eitt ár og uppfylla ofangreinda kröfu samþykkta félagsins um félagsaðild.
  3. Greiðsla á félagsgjaldi:
    Hægt er að greiða félagsgjald, 5.000 kr. inn á reikning félagsins 0133-26-440515 kt: 440515-1340, fyrir aðalfundinn til að gerast meðlimur.

Stjórn Rafmyntaráðs skipa sjö einstaklingar hverju sinni. Þeir fimm félagsmenn sem hljóta flest atkvæði á aðalfundi skulu skipa stjórn félagsins og næstu tveir eru varamenn. 

Frambjóðendur skulu senda framboð á ibf@ibf.is eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 5. október nk. með eftirfarandi upplýsingum:

  1. Nafn
  2. Kennitala
  3. Kynningartexti (hámark 100 orð)

Síðustu ár hefur frambærilegur hópur af fólki með ólíka reynslu mótað stefnu Rafmyntaráðs ár hvert. Rétt er að tak fram að engin sérstök þekking er nauðsynleg en það skiptir samtökin miklu máli að hafa sem mesta fjölbreytni innanborðs. 

Sjáumst á aðalfundinum,

Stjórn Rafmyntaráðs